Lífræn flokkunarferð til Ítalíu

Ég fór í vikuferð með pabba mínum til Ítalíu núna í lok ágúst. Við byrjuðum ferðina á að gista fjórar nætur á Merumalia Wine Resort og what the hell hvað það var geggjað. Ég get einfaldlega ekki mælt meira með þessum stað. Agriturismo eins og það gerist best. Merumalia er vínakur staðsettur rétt fyrir utan bæinn Frascati og með útsýni yfir Róm. Hjónin Luigi og Maria Teresa sem reka staðinn rækta lífrænt hvítvín og ólívuolíu. Mér fannst ekki leiðinlegara að komast að því að þau væru líka að rækta tómata, eggaldin, paprikur, kúrbít, ætiþistla og alls konar kryddjurtir. Þau leggja mikið upp úr því að vera sjálfbær og allt sem þau framleiða á staðnum er lífrænt. Við pabbi ákvaðum að fara í vínkynningu hjá Luigi þar sem hann sagði okkur frá allri starfseminni og við smökkuðum (drukkum) vínin sem þau framleiða. Eftir vínkynninguna gáfu þau okkur grænmeti sem þau rækta og við elduðum það að sjálfsögðu um kvöldið. Næstu dagar fóru í það að drekka meira hvítvín og skoða náttúrufegurð Castelli Romani.

Eftir dvöl okkar á Merumalia ferðuðumst við til Sperlonga og eyddum seinustu dögunum á ströndinni.

Ég hafði mjög gaman af því að á mörgum stöðum voru flokkunardallar í miðbæjum og víðar. Mér fannst Ítalirnir vera bara með nokkuð skemmtilegar útfærslur á döllunum og ég setti inn myndir af nokkrum útfærslum hér fyrir neðan. Það væri svo ótrúlega skemmtilegt ef maður færi að sjá svona í bæjum og borg hér á Íslandi.

Annars ætla ég að leyfa myndunum að tala sínu máli.

IMG_3511
Útsýnið af þakinu á Merumalia Wine Resort
IMG_3330
Lífrænu vínberin
IMG_3241
Ætiþistill!!!!
IMG_3348
The perfect eggaldin

IMG_3354

IMG_3352
Lífrænir og delicious tómatar
IMG_3250
Máltíðin okkar úr grænmetinu góða og Merumalia vínið með því
IMG_3341
Gríðarlega sáttur með vínberin
IMG_3345
Hundurinn Acchiles

IMG_3509IMG_3363

IMG_3507
Vínbóndinn Luigi

IMG_3510

IMG_3488
Skil ekki hvers vegna við erum ekki með fleiri flokkunartunnur um bæi hérna á Íslandi. Hérna er allavega sniðug útfærsla á flokkun í bænum Castali Gandolfo

IMG_3490

IMG_3487
Flokkunargámur fyrir plast, pappa og almennt rusl í bænum Anzio ef mig minnir rétt. Ekki einu sinni það ljótt.

IMG_3486

IMG_3506
Á Sperlonga eru þeir með tvístefnu akrein fyrir hjól en einstefnu fyrir bílana. Til friggin fyrirmyndar

Leave a comment