Kaffiekra í Kólumbíu

Fyrir (þó) nokkrum vikum síðan var ég stödd í Salento í Kólumbíu. Salento er yndislegur lítill bær í 6 tíma fjarlægð frá höfuðborginni, Bogóta. Eitt sem maður verður að gera í Salento er að fara á kaffiekru. Við ákváðum að fara á eina þeirra sem heitir Finca el Ocaso Salento og fara í skoðunarferð og kaffismökkun….

Afhverju “dumpster diving”?

Sóun á matvælum er gríðarlegt vandamál og hefur m.a. áhrif á umhverfið, efnahag og velferð. En áætlað er að um þriðjungi matvæla endi í ruslinu. Á sama tíma og við hendum mat þá á einn af hverjum níu jarðarbúum ekki nægan mat til að lifa heilbrigðu lífi og um 12% jarðarbúa eru vannærðir. Ekki nóg…

Vistvænni jól 2016

Nú fer að styttast í jól og allri þeirri geðveiki sem jólunum fylgir. Það þarf að kaupa gjafir, mat, jólatré, skraut o.fl. Þessir hlutir eru auðvitað það sem gera jólin skemmtileg en við megum samt ekki gleyma okkur í neyslunni. Það er hægt að gera eitt og annað til að gera jólin aðeins umhverfisvænni. Hér…

Adidas x Parley

Adidas er að fara að gefa út fáránlega netta skó. Adidas fór í samstarf með Parley for the Oceans sem eru samtök gegn sjávarmengun. Í sameiningu hafa þau útbúið skó sem eru gerðir úr endurunnu plasti úr sjónum. Aðeins 7000 pör verða gerð til að byrja með en á síðu Adidas er tekið fram að…

15 (eco) life hacks

Nokkur tips sem mögulega geta einfaldað lífið hjá einhverjum og eru góð fyrir umhverfið! Þær umbúðir sem hægt er að krumpa saman og þær “fletjast” aftur út eru plast og eiga að fara í plast ruslið. Dæmi um þetta eru kaffipokar, kexpakkar(t.d. Maryland) og snakkpokar. Sjá nánari útskýringar hér Tyggjó má/á að fara í lífræna…

Cruelty-free snyrtivörur!

Nýlega tók ég þá ákvörðun að kaupa einungis cruelty free snyrtivörur. Fyrst hélt ég að úrvalið væri mjög lítið þar til ég fór að skoða hvaða vörumerki prófa ekki á dýrum. Það kom mér á óvart hvað það er í raun mikið af cruelty free vörum í boði og langar mig með þessari færslu að…

Lífræn flokkunarferð til Ítalíu

Ég fór í vikuferð með pabba mínum til Ítalíu núna í lok ágúst. Við byrjuðum ferðina á að gista fjórar nætur á Merumalia Wine Resort og what the hell hvað það var geggjað. Ég get einfaldlega ekki mælt meira með þessum stað. Agriturismo eins og það gerist best. Merumalia er vínakur staðsettur rétt fyrir utan…

Dr. Bronner’s vörurnar

Síðustu jól fékk ég sápu og krem frá Dr. Bronner. Ég hafði heyrt eitthvað aðeins um þetta merki en vissi ekki að þetta væri fáanlegt á Íslandi. Ég fór að lesa á umbúðirnar (það er mjög mikið af lesefni á þeim) og kom mér mjög á óvart hvað það væri hægt að nota hana í…

Retap vatnsflaska

Ég fékk þessa frábæru Retap vatnsflösku í gjöf frá mömmu minni í vetur og er sjúklega ánægð með hana. Ekki nóg með að hún sé falleg og furðulega þægilegt að drekka úr henni heldur er hún líka umhverfisvæn! Flaskan er úr borosilicate gleri en ekki úr plasti og þegar ég fékk hana ákvað ég að…

Ég mæli með – heimildarmyndir

Fyrir þá sem hafa áhuga á góðum heimildarmyndum mæli ég með þremur ótrúlega áhugaverðum. An Inconvenient Truth Óskarsverðlaunamyndin An Inconvenient Truth kom út fyrir 10 árum síðan og var klárlega tímamótaverk. Myndin er byggð á fyrirlestrum Al Gore um loftslagsbreytingar. Gore fjallar um hversu alvarleg áhrif loftslagsbreytingar hafa haft á jörðina og hversu alvarleg áhrifin…

Álfabikarinn

Álfabikarinn. Ég man þegar ég heyrði um hann fyrst, ætli það hafi ekki verið í kynfræðslu í grunnskóla og að hann væri aðeins ætlaður konum sem hafa eignast barn. Þá voru dömubindi og túrtappar málið. Ég var hinsvegar ein af þeim sem þurfti alltaf að vakna á nóttunni til að skipta eða þá að liggja…

Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað

Það er rosalega auðvelt að horfa framhjá þeim umhverfisvandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Flestir vilja ekki breyta þægilega lífstílnum sínum t.d. með því að minnka notkun á einkabílnum, minnka kjötneyslu, minnka plastnotkun og þar frameftir götum. Mörgum líður eins og lífsgæði sín muni skerðast við það að minnka neyslu og sumir spyrja sig að…